Hveiticlose.jpg

Hveiti

Vetrarkorntegundar hafa takmarkað gildi hér á landi þar sem helstu áskorannir er vetarlifun og lágur sumarhiti. Vetrarhveiti er ný tegund sem komið hefur á sjónarsviðið og sýnir lofsamlegar niðurstöður meðal bænda, sérstaklega á suðurlandi.  Vetrarhveiti hefur meira vetrarþol en vetrarbygg og hefur gefið uppskeru í ökrum bænda. Helstu líkur á árangri í ræktun þess er á svæðum með milda vetur eða þar sem stöðug snjóalög eru að finna. Vetrarhveiti er sáð í júlí – ágúst og gróandi hefst snemma vorið eftir og í góðum árum nær það þroska. Vetrarhveiti stendur betur af sér haustlægðir en t.d. bygg.


Tilraunir með vetrarhveiti hafa verið gerðar með reglulegu millibili síðan 1990 þegar samnorrænt verkefni sem snéri að prófun á vetrarlifun á vetrarkorni (vetrarrúg, vetrarhveiti, vetrarbygg og triticale) framkvæmd á Möðruvöllum (Guðleifsson, 1995). Tilraunirnar voru framkvæmdar í þrjú ár og niðurstöðurnar voru þær að vetrarrúgur hafði lifun uppá 80-90%, vetrarhveiti 60-80% og bygg og triticale 30-60%. Árin 2011-12 voru yrkjatilraunir settar upp á fjórum stöðum (Staðirnir voru Skaftafell í Öræfum (mólendi), Steinasandur í Suðursveit (jökulsáraur), Tjörn á Mýrum (framræst mýri) og Brekka í Lóni (sandbakki)) með fjórum yrkjum. En aðeins var uppskorið á einum stað að Svínafelli snemma í oktober 2012 á hinum stöðunum var það veturinn sem gerði útum plönturnar.


Árið 2017 var sáð í tilraun að Korpu þar sem í prófun eru 5 yrki af vetrarhveiti og 1 af vetrarrúg. Árið 2018 er ætlunin að auka við tilraunir í vetrarhveiti með prófunum á sáðmagni og áhrifum þess á vetrarlifun, þéttleika illgresis og uppskeru. Áhersla verður lögð á vetrarhveiti þar sem sú tegund telst hagkvæmust.