Hafrarclose.jpg

Hafrar

Hafrar hafa annað slagið verið í yrkjatilraunum á Íslandi. Þeir eru ekki mikið ræktaðir til þroska en nokkuð til heilsæðis.

2017 voru prófuð sex hafrayrki á Korpu.


Niðurstöður tilrauna 2017

Hafrar að Korpu 2017

Sex yrki af höfrum var sáð 9. maí 2017 á Korpu í Reykjavík. Borið var á því sem samsvarar 50 kgN/  af N-P-K 15-7-12 við sáningu. Metin var skriðdagur og var Dovre fljótasti yrkið sem skreið 70 daga frá sáningu fylgt af Avetron (73), Haga (74), Akseli (75), Cilla (75), og Ringsaker (75). Dovre var fljótast að ná þroska, u.þ.b. 107 daga frá sáningu, með Haga sem seinasta yrkið að ná þrosku u.þ.b. 120 daga eftir sáningu. Skorið var 3. okt 2017, sem var rúmlega tveimur vikum eftir að öll yrki höfðu náð þroska. Uppskera er gefin upp í hektókílógrömm þurrefnis á hektara. Þúsundkornaþyngd er gefin upp í grömmum.