Bygg

Bygg (Hordeum Vulgare L.) er sú korntegund sem helst er ræktuð hérlendis og fengið mesta athygli vísindamanna.

Jónatan Hermannsson sem tilraunastjóri Rannsóknastofnunnar landbúnaðarins og síðar Landbúnaðarháskóla Íslands þróaði og gaf út fjögur yrki af byggi til ræktunar, Skegla, Kría, Lómur og Skúmur. Kría er nú talsvert ræktuð hérlendis og helst sunnanlands.

Árið 2017 voru 32 afbrigðum af byggi skorin á sjö stöðum um land allt.

 


Niðurstöður tilrauna 2017

 

Vindheimar í Skagafirði (a)

Vindheimar í Skagafirði (b)

Sáð var þann 4. maí 2017 á Vindheimamelum  í Skagafirði. Borið var á því sem samsvarar 120 kgN/  af N-P-K 15-7-12 við sáningu. Skorið var 12. september 2017. Uppskera er gefin upp í hektókílógrömm þurrefnis á hektara. Þúsundkornaþyngd er gefin upp í grömmum.

 

Bygg að Þorvaldseyri 2017 (a)

Bygg að Þorvaldseyri 2017 (b)

Sáð var þann 6. maí 2017 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Borið var á því sem samsvarar 80 kgN/  af N-P-K 15-7-12 við sáningu. Skorið var 21. september 2017. Uppskera er gefin upp í hektókílógrömm þurrefnis á hektara. Þúsundkornaþyngd er gefin upp í grömmum.

Bygg að Möðruvöllum í Hörgárdal (a)

Bygg að Möðruvöllum í Hörgárdal (b)

Sáð var þann 3. maí 2017 á Möðruvöllum í Hörgárbyggð. Borið var á því sem samsvarar 60 kgN/  af N-P-K 15-7-12 við sáningu. Skorið var 22. september 2017. Uppskera er gefin upp í hektókílógrömm þurrefnis á hektara. Þúsundkornaþyngd er gefin upp í grömmum.